Ung í anda

Nágrannakonan mín bankaði hjá mér áðan með lítið erindi. Í spjallinu kom fram að hún væri á leið út úr bænum, þau ætluðu nefnilega að hittast félagar hennar sem útskrifuðust með henni sem stúdentar --- árið 1950 !! já alveg satt, ég hváði líka, þau ætla út úr bænum til að halda upp á 57 ára stúdentsafmælið sitt! - Frábært finnst ykkur ekki? Og ég þóttist góð að halda upp á 20 ára stúdentsafmælið mitt í vetur. 

Já, við ætlum að hittast, þó sum okkar séu komin með hækjur sagði hún hlæjandi og bætti við um leið og hún yppti öxlum, við erum jú samt sama fólkið og við vorum!  - bara yndislegt :) Lífið er ljúft. 


Allir öfugir í dag

Brot úr samræðum í bílnum í morgun. 

,,Mamma, er pabbi hinum megin á hnettinum?" ,,Já, elskan." Löng þöng. ,,Hver er þá öfugur? Við eða hann? .....

Held að flestir séu bara öfugir í dag, hálf timbraðir eftir sólina síðustu daga. Að minnsta kosti voru börnin mín mjög öfugsnúin í morgun og það tók mig langan tíma að koma þeim út úr dyrunum. Allir í mikilli þörf fyrir sumarfrí, skiljanlega :) 

 


Alveg ný tilfinning! - Einstök upplifun!

Ég var aldrei þessu vant lengi, lengi á leiðinni heim í dag, reyndi að treina það eins og ég gat.

Fór reyndar úr vinnunni til tannlæknis en eftir að hafa sótt krakkana fórum við á Klapparstíginn í sumarklippinguna, ótrúlega krúttlegt að sjá þau þarna í sitthvorum stólnum :) svo voru náttúrulega verðlaun - ís á planinu hjá Aktu Taktu - allt of kalt til að borða hann úti, og svo loksins loksins komum við heim.

Ég er ekki frá því að ég hafi verið með örlítinn hjartslátt þegar ég opnaði útidyrahurðina ! Það var þó ekki þannig að ég ætti von á fáklæddum eiginmanninum. Ég er nefnilega orðin grasekkja sjáiði til, enn og aftur :(  -- ( ótrúlegt hvað mér helst annars alltaf illa á eiginmanninum finnst ykkur ekki? jæja nema hvað eftir að hafa opnað hurðina með lokuð augum dró ég djúpt að mér andann, og jú ..... það var rétt!

Á heimilinu mínu var angandi Ajaxlykt !!! - Ég stég varlega inn og grandskoðaði hvert herbergi - þetta var unaðslegt, algjör draumur, allt staðar var hreint!! Ég held ég hafi bara ekki upplifað aðra eins tilfinningu - þarna var hún frelsunin - frelsistilfinning  - tilfinningin um hreinleika - Vespre hvað! Íbúðin mín hafði verið þrifin hátt og lágt meðan ég var í vinnunni, það hafði nefnilega komið KONA og þrifið fyrir mig. Þvílíkur unaður - ég skildi eftir lykla og peninga í morgun og kraftaverkið gerðist!!!  Íbúðin var hrein án þess að ég hafði svo mikið sem lyft tusku. Ég hafði loksins eignast það sem allar konur dreymir um - eiginkonu! 


Ætli það sé flensa að ganga?

Krónan veiktist í dag!!! - stórbrotin fyrirsögn í viðskiptafréttum mbl. 

Svei mér þá, ég var sjálf einmitt frekar  lufsuleg í dag líka !!

Hvernig er það annars með fyrirsagnir í fréttum. Finnst engum nema mér þessi eitthvað skríti?

Ég viðurkenni að hún er ekki eins slæm eins og ,,maðurinnn sem festist í niðurfallinu ..." en svona næstum því. Krónan veiktist ... Getur krónan orðið veik? Með hita og niðurgang kannski?

Á maður (eða kona) ekki að tala um stöðu krónunnar eða eitthvað því um líkt? Nú er ég enginn íslenskusérfræðingur en mér finnst þetta ekki hljóma rétt:

Kannski vegna þess að ég sá nefnilega næstum sömu fyrirsögn í tölvupósti í vinnunni minni í dag, ,,Sólveig veiktist og fór heim"! ... sem var alveg rétt, mér leið bara alls ekki vel !


mbl.is Krónan veiktist í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón en ekki Jóna?

Slæmar fréttir berast okkur úr bankaráði Seðlabankans. Hvað er nú þetta spyr maður sig? Átti ekki að vera jöfn kynjaskiptin í nefndum og ráðum? Jón hvað? Voru engar konur tiltækar? Er þetta gamla sagan aftur og aftur? Hvernig ætlum við að ná fram jafnrétti í þessu samfélagi ef við undanskiljum alltaf peningavaldið? Þetta gengur ekki lengur - það er fullt af hæfum konum allt í kringum okkur, skiptum út Jónunum fyrir konur - núna!


mbl.is Kosið í nýtt Seðlabankaráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

home sweet home

Komin til London eftir vel heppnada ferd til Indlands. Passlegt ad eyda thar rumri viku, kannski hef eg ekkert serlega goda adlogunarhaefni, alla vega fannst mer storkostlegt ad eyda nottinni i tandurhreinu herbergi i sveitakastala rett fyrir utan Standsted. God tilbreyting ad hafa enga kakkalakka i herbergin :) Hamadi i mig ferskt salat og beikon i morgunmat - verd ad na aftur upp thyngdinni og halda mjuki linunum ekki satt. Hitinn gerdi thad ad verkum ad eg var alveg lystarlaus allan timann a Indlandi og sterki godi inverski maturinn getur ordid leidingjarn fyrir thann sem er vanur odru. .... adeins 4 timar thangad eg hitti fjolskylduna ... get ekki bedid. Finnst eins og eg hafi verid i burtu i halft ar.


Solskin i efnahagslifinu

Synist thad muni rigna i dag, hitinn hefur nad hamarki og loftid er gratt. Rakinn er ekki osvipadur og i nyja vatnsgufubadinu i Vesturbaejarlauginni.

Kannski eins gott ad flakki minu um sveitirnar lauk i dag, heimsottum heimili fyrir munadarlausa drengi i Salavakkam, sem var mjog gaman tvi eg for thangad fyrir fimm arum og thar var drengurinn sem vard fyrsta fosturbarn Vina Indlands. Hann er reyndar fluttur burt, ordinn 16 ara og kominn i framhaldsnam i Chennai, enn a styrk fra Vinunum a Islandi. Gaman ad sja breytingar sem ordid hafa a thessum fimm arum. Thad er mikil groska i indversku efnahagslifi thessa dagana, storfyrirtaekin spretta upp eins og gorkulur um sveitirnar og baendur selja land sitt med godum hagnadi. Vona bara ad thessar breytingar til gods nai sem fyrst nidur til theirra sem ekkert hafa thvi launabilid her er gigantiskt. Ung stulka med grunnskolaprof og saumareynslu red til t.d. i vinnu i eitt storfyrirtaekid fyrir 2000 rbs a manudi og onnur sem vid styrktum i nam er farin ad vinna hja Nokia vid ad setja saman sima o.fl. hun faer 3500-4000, sem er ca 6000 kr a manudi. Tolvunarfraedingurinn med grunnmenntun faer hins vegar 150.000 hja sama fyrirtaeki, og ef hann er hatt settur getur hann nad allt upp ad 600 thus. Thad thydir kongalif her a INdlandi thar sem maltidin a medalhoteli kostar 2-300 rbs.

Thetta segir manni bara eitt, eins og eg sagdi a fundi med godum konum i Salavakkam i dag. Vid verdum ad leggja aherslu a ad bornin ur thorpunum og born theirra laegra settu fai lika notis godaerisins, en sitji ekki eftir medan jafnaldrar theirra i borgunum maka krokinn.

Eg lofadi sjalfri mer i gaar


Goggunarrodin a hreinu

Thad for eins og mig grunadi, um alla borg ma sja motorhjolistana med hjalmana sina og fjolskylduna hjalmlausa hangandi utan a !

 

 


Indland i dag

Stor dagur i Chennai, en i dag mun logreglan her i borg i fyrsta sinn sekta og ganga hart fram i thvi ad framfylgja logum um notkun saetisbelta i bifreidum (einungis framsaetum tho) en einnig verda hjalmlausir okumenn og farthegar motohjola sektadir, sektin mun hljoda upp a 100-200 rbs (2-300 kr). Thetta eru mikil tidindi enda eru motorhjolin mymorg her (15,2 laks ad tolu bara i Chennai (1 laks = -100 thus)). Vegna thessa hefur verid ortrod i hjalmaverslanir her, en thaer eru ut um allt. Meira ad segja gotusalar selja hjalma a gangstettum. I sidustu ferd minni hingad (f. 5 arum) sa eg aldrei nokkurn mann med hjalm, en thessa daga hef eg sed nokkra. Get ekki annad en vorkennt theim ad bera hjalm i thessum hita. En eg hlakka til ad fara i biltur til Meppedu e. hadegid og sja hvernig umferdarmenningin hefur breyst. Allir med belti og hjalm, i kaotisku umferdarteppunum htar sem aegir saman, hjolreidafolki, motorhjolum, riksjoum, kum, gangandi folki med kerrum og luxusbilum a bord vid Huyndai og Bens jeppum. Thad sem er svolitid skemmtilega ser indverskt vid thessar breytingar er ad her kvartar folk yfir ad ekki se nog urval af hjalmum fyrir konur og born. A Indlandi er nefnilega mjopg sjaldgaeft ad sja bara einn a hjoli. Her ferdast oll fjolskyldan a motorhjolinu. Eldra barnid a  bensintankinu, fadirinn vid styrid og modirin aftana med ungabarnid i fanginu. Thad verdur frodlegt ad sja hvernig hjalmanotkunin verdur, aetli thad seu framleiddir hjalmar a ungaborn?

Hitinn ju hitinn

Mer synist eg svo til eingongu skrifa um hitann i thessari ferd minni til Indlands. Kannski ekkert skritid thar sem hann virdist rada ollu her. I gaer var t.d. vel tholanlegt og allir gladir, i dag er mjog heitt, allir sveittir og pirradir og eg ekki sist. Mer lidur eins og eg se fost inn i orbylgjuofni. Atti samt finan biltur med Michael og Manachen til Ayyncherry sem er fataekt thorp i 2ja stunda akstri fra Chennai. Hitti oflugar konur sem hafa rekid thar fraedslumidstod fyrir bornin og adstoda thau vid nam med hjalp Vina Indlands. Hitti lika 3 fosturborn, Keirith, Arun og Anbinyju. Finir krakkar, mjog gaman ad hitta thau og oll hin 60 bornin. Hafdi vit a tvi ad kaupa nammi a leidinni og gaf ollum karamellur :) 

Er farin ad finna hressilega fyrir heimthra. Jonni minn for i fyrsta prufutimann i Hlidaskola i dag og stod sig audvitad med prydi. Thau fengu ad koma med nesti og mer heyrdist a honum i gaerkvold ad thad hafi verid adalmalid  hver var med hvad :) 

Tek thvi rolega fram a midjan dag a morgun, svo Meppedu thorp thar sem mjog morg fosturborn Soroptimistakvenna eru.

Hlakka til ad hitta thau, aelta ad halda kyrru fyrir i kvold, held eg hafi fengid snert af solsting i dag.

ju ju hitinn og aftur hitinn. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband