Atti hreint frabaeran dag, flaekist um allar sveitir i de lux utgafu af einhverri biltegund sem eg hef einungis sed i Audrey Heburn myndum. Skildist tho ad thetta vaeri alveg nyr bill >) Keyrdum til Thorapadi thar sem Vinir Indlands eru ad byggja heimili fyrir munadarlausa drengi. Yndislegur stadur, kyrr og fridsaell, godar mottokur og husid virtist vel a veg komid og sterkbyggt. Hitinn ekki nema um 35 i dag og vel tholanlegur.
Eg se miklar breytingar a Indlandi sidan eg var her sidast, alls stadar uppbygging og von og miklar vaentingar i tali folks, sem er gott fyrir framtid landsins.
Fekk yndislega heimsokn a hotelid i gaer, Suganyja Mary, styrktardottir min her, Don Prinkle sem styrktur er af Laufey, Francis Vijay styrktur af mommu og loks fyrsta styrktarbarnid okkar Vina Indlands, Murugan Egils sem tekid hefur nafnid hennar Gudridar Egils. Thau voru mjog skemmtileg, satu fyrst oskop feimin a stolbruninni og thordu varla ad snerta veitingarnar en fljotlega losnadi adeins um malbeinid og mer finnst ad eftir thessa eins og halfs tima heimsokn eg thekkja thau oll orlitid. Hlakka til ad koma aftur og fylgjast med theim.
Er annars i horkugir, nyt mig til botns i indverskum asa. Aetla samt ad haetta skrifum i bili og rolta mer heim a hotel adur en myrkrid skellur a.
Bestu kvedjur til allra ur hlyjunni i Chennai.
Bloggar | 29.5.2007 | 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hitinn er eins og teppi, thykkt og thungt. Leggst yfir mann og thrystir manni nidur. Eg er buin ad liggja i loftkaeldu herberginu minu i dag og hugsa um hitann. Gerdi tvaer misheppnadar tilraunir. Nalgadist utidyrnar tvisvar en hitinn ytti mer alltaf til baka. Herbergid mitt er stort og rumgott, nogu stort fyrir baedi mig og kakkalakkana. Loftkaelingin er haver og heldur fyrir mer voku.
I thridu tilraun komst eg ut, kominn seinnipartur a fyrsta degi i Chennai. Eg er enn ruglud e. flugid. Er i rolegu hverfi, fann Internet center nalaegt, kostur.
A von a gestum a hotelid a eftir, hluta nefndarinnar sem heldur utan um fosturbarnaprojectid okkar kemur og nokkur af fyrstu styrktarbornunum, Don Prinkle, Francis Vijay og Suganayu Mary, stulkunni sem eg er buin ad styrkja i 4 ar. Theirri sem for i hjartaadgerd i fyrra og okkur tokst ad bjarga. Eg hlakka mikid til ad hitta hana, er samt half feimin. Hvad a get eg sagt henni skemmtilegt.
Fekk mynd fra ormunum minum yndislegu adan i email, thau hofdu tynt blom handa mommu sinni i Oskujuhlid, gott ad grata hamingjutarum a internet center io Chennai - thau eru bara bestust!
Bloggar | 28.5.2007 | 09:59 (breytt 15.6.2007 kl. 00:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | 27.5.2007 | 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvad eiga thessir stadir sameiginlegt, getidi spurt? Bara tilviljanir liklega, otrulegar eins og alltaf. I flugvelinni i 20.000 feta haed gret eg laumulega heitum tarum yfir orlogum folksins i Mazaret litlu thorpi hatt upp i fjollum Iran, i sogunni um Saffraneldhusid. Alein a ferd og vitundin verdur sterkari.
Bokadi mig inn a odyrasta hotelid i London, iranskt hotel i Westminister - studentaklassi. I kjallaranum leynistadur- veitingastadur, andrumsloft og skreytingar persneskar, tonlistin havaer og tilfinningathrungin. Songvarinn fyrir framan syntiseserinn i hvitum jakkafotum med dreymin augu. Iranskir karlmenn, prudar enskar konur og afmaeli i einu horninu - allir edru, ekkert vin. Olik theirri London sem eg thekki a laugardagskvoldi. Maturinn ljuffengur og framandi, basmati og sterkar sosur, skolad nidur med Evian i flosku, kaffid vont, thunnt- enskt - samt 4 stjornur.
Afmaelisveislan ad komast i full sving thegar eg fer, - thau komu med vinid ad heiman.
Bloggar | 27.5.2007 | 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 26.5.2007 | 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er búið að vera í mörgu að snúast síðstu daga, á fullu í undirbúningi fyrir ferðina til India og hef verið að hamast við að klára verkefnin á skrifborðinu mínu - það tókst í dag. - Skrifborðið spegilgljáandi og grunsamlega snyrtilegt :) - maður gæti haldið að einver væri á leið í frí ... tra la la.
Líst næstum bara næstum því ljómandi vel á nýju stjórnina - hlakka til að heyra nánari díteila um ráðuneytin ... svei mér ef gamlir gróskufélagar eigi ekki bara eftir að setjast í ráðherrastóla á næstunni :) - get ekki annað en glott að tilhugsunni. Það hlýtur að flokkast undir að vera ráðsett/ur.
Óska annars Reykvíkingum til hamingju með sólina og sumarið :)
Bloggar | 18.5.2007 | 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég áttaði mig á því í dag þegar vegabréfið mitt kom út úr stimplað í pósti frá Noregi að ég væri í alvörunni á leið til Indlands eftir nokkra daga. Fékk paniktilfinninguna í magann, - sé fyrir mig að allt ómögulegt og mögulegt komi fyrir börnin mín á meðan þau njóta væntanlega bara samvistanna við sinn ágæta föður meðan ég muni alveg næstum örugglega enda út í skurði einhvers staðar í sveitum Indlands í gömlum skjóð ... nei, annars ég held ég skipti þessari tilfinningu út fyrir tilhlökkun ... Indland here I come :)
þarf að læra að setja myndir inn á þessa síðu áður en ég fer ... - gæti verið gaman.
Bloggar | 15.5.2007 | 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er sól í Reykjavík, sól og heitt reyndar en ég á samt einhvern veginn erfitt með að líta bjartsýn og glöð fram á veginn eins og ég er vön í sólskini.
Það er pólitíkin sem er að trufla mig. Ég hafði nefnilega í alvörunni, Í ALVÖRUNNI trúað því að við myndum loksins sjá konu í öruggu sæti forsætisráðherra eftir kosningar. Fólk segir að kannski geti allt gerst enn, en ég er ekki bjartsýn. Ég er náttúrulega ekki bara að tala um einhverja konu heldur eiturklára og hæfa konu, hana Ingibjörgu Sólrúnu auðvitað, sem enginn getur neitað að er hæfasta forsætisráðherraefnið í dag. (Nema Gumma mági mínum mögulega). Ég skil ekki hvernig í ósköpunum það getur annars gerst árið 2007 að kona hafi ekki enn sest í þetta æðsta stjórnunarsæti landsins. Hvað er eiginlega á seyði? Sér enginn hversu rangt þetta er? Er öllum sama? Eigum við konur bara að sitja og horfa upp á enn eina jakkafatastjórnina enn? Andskoti er ég reið, alveg að springa - púff og arrrgg! Eigum við bara að halda áfram að bíða þolinmóðar og vona......? Svona eins og við bíðum eftir launaleiðréttingunum sem ég ætla rétt að vona að gildi aftur í tímann. Það væri sanngjarnt finnst ykkur ekki? Að fá 16% launaleiðréttingu ca 40 ár aftur í tímann :)
En yfir í allt annað.
Ég óska forsetanum til hamingju með daginn í dag, ég vona hann sé orðinn frískur og hress og geti haldið upp á afmælisdaginn. Ég ætla að minnsta kosti að halda upp á þennan merkisdag en aðallega vegna þess að litli maðurinn í lífi mínu, þ.e. sonurinn er sex ára í dag - enginn smáræðis áfangi það. :)
p.s. Í morgun leit á mig ung kona og undrandi þegar hún heyrði aldur minn; gvöð, mikið óskaplega heldurðu þér vel!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! --- hvernig á ég að taka þessu? Ég tek það fram að ég var búin að smyrja á mig meikinu og varalitnum!
Bloggar | 14.5.2007 | 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er ekki hægt annað en að benda á kaldhæðnina í því að um sama leyti og verið er að vísa rúmenskum harmonikkuleikurum úr landinu er dagur harmonikkunnar haldinn hátíðlegur í Dýrafirði.
Ég heyrði í dag af því að ein ástæða þess að rúmönskir harmonikkuleikarar hefðu verið sendir suður í flugi hefði verið sú að vegfarendur hefðu kvartað!!! Erum við nú ekki orðin ansi skinheilög þegar við þolum ekki ljúfa tóna nikkunnar í okkar annars gelda súpermarkaðsumhverfi? Ætli þetta hafi verið sama fólkið og ferðaðist til Spánar hérna um árið og kom heim með fyrstu vél af því að ,,maturinn var vondur, göturnar skítugar og enginn skildi íslensku!!!"
Einhverra hluta vegna skammast ég mín fyrir ríkidæmi mitt hér á Íslandi þessa dagana. Hvers vegna í ósköpunum þurfum við að víggirða okkur í reglum til að ,,passa dótið okkar"? - Eða eins og systir mín sagði svo skemmtilega áðan eftir að hafa hlustað á kvöldfréttirnar að viðbrögð landans minntu hana helst á úrilla nágrannann okkar þar sem við ólumst upp á Ísafirði þegar hann kallaði á eftir okkur .... fariði út af lóðinn, ég á hanai!!!!!
Bloggar | 8.5.2007 | 21:54 (breytt kl. 21:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar