Er Stöð 2 komin á kaf í kosningabaráttu Ólafs Ragnars?

Það má vel vera að ég sé svolítið sein til, en er enn að velta fyrir mér fyrstu frétt stöðvar 2 í gærkvöldi um foresetakosningar.

Þar við tekinn saman mögulegur kostnaður við forsetaframboð og sagt sem svo að þeir sem ætluðu að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta gerðu sér sko enga grein fyrir kostnaðinum sem því fylgir!  Þessu fylgdi viðtal við við einhvern mann (almannatengil minnir) sem fullyrti að forsetaframboði fylgdi kostnaður upp á tæpar 30 milljónir króna. Á skjánum birtust svo tölur um ýmsan kostnað eins og starfsmannakostnað, skrifstofukostnað og fleira. Eitt atriðið var tiltekið sem “annað” og hljóðaði upp á 6 milljónir. Fréttakonan greindi grafalvarleg frá því að inn í þeim kostnaði væri til dæmis klipping! Fáránleiki fréttarinnar varð fullkominn þegar almannatengillinn svokallaði sagði síðan með íbyggnu glotti að facebook myndi svo ekki hjálpa til  við að gera kostnaðinn minni, facebook byði nefnilega ekki upp á stafsetningarleiðréttingarforrit !

Hvaða bull var þetta eiginlega? Hvað er að koma fyrir fréttamennsku í landinu? Hver var tilgangur fréttarinnar? Að fá frambjóðendur til að hætta við framboð? Til að örugglega enginn stuggi við sitjandi forseta? Hvert varð eiginlega um lýðræðið?

Fyrst velti ég fyrir mér hvort þetta væri grin, hvort væri búið að flýta 1. apríl. En svo reyndist því miður ekki vera. Ég vil leyfa mér að fullyrða (sem einn almannatengill gegn öðrum) að kostnaður við forsetaframboð þarf bara alls ekki að hljóða upp á 26 milljónir. Svo ég hvet ALLA þá sem einhvern tímann hafa gælt við hugmyndina um að vera forseti að bjóða sig fram, og það strax!

Þetta viðhorf finnst eflaust mörgum fullkomlega óábyrgt  - að etja fólki út í kostnað og ég tali nú ekki um kostnaðinn sem VIÐ þjóðin þurfum að bera af kosningum sem slíkum. Ég svara því elsku vinir að lýðræðið er dýrt. Því fylgir alls konar vinna og vesen og það kostar alveg helling  - en ég vil það samt!

Kostnað við forsetakosningar sem og aðrar kosningar er sjálfsagt mál að fjalla um. Hefði kannski verið nær í þessari frétt að fjalla um það hvort ekki væri við hæfi að stilla kostnaði við forsetaframboð í hóf? Hafa til dæmis einhverjar reglur eða viðmiðanir til að fara eftir. Því varla viljum við að peningarnir einir ráði því hver situr á forsetastóli? Með hæfilegum reglum og viðmiðunum mætti til dæmis tryggja jafnari umfjöllun og auglýsingu þannig að kjósendum í landinu gæfist kost á að kynna sér alla frambjóðendur – jafnt. Hefði það kannski verið gáfulegri frétt fyrir svo stóran fréttamiðil sem Stöð 2 er?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband