1. maí er baráttudagur launafólks!

Get ekki orða bundist en að tjá mig aðeins um daginn. Flottur fyrsti maí, fjölmenn ganga og alltaf jafn skemmtilegt að þramma í takt niður Laugaveginn.

Langar samt að segja að ég er yfir mig fúl og hneyksluð á grænu göngunni. Baráttuganga launafólks hefur nú verið gengin í 90 ár og ætti ekki að koma neinum á óvart sem skipuleggur viburði hér í borg. En skipuleggjendur grænu göngunnar voru í dag eins og sníkjudýr og héngu utan í og aftan í göngunni og klufu hana svo í lokin! 1. Maí nefndin í Reykjavík og stéttarfélögin eru búin að leggja mikla vinnu í skipulag dagsins. Það eru ótal vinnustundir á bak við þennan dag. Því er það mikil óvirðing fyrir málstað þeirra sem skipuleggja daginn að koma svona fram. Mér finnst undanlegt að borgaryfirvöld skuli leyfa tvo stóra útifundi með nokkurra metra millibili í miðbænum á sama tíma, ég geri ráð fyrir að leyfi þurfi til að halda slíka fundi. Það hefði svo auðveldlega veri hægt að gera þetta öðruvísi og ég get ekki ímyndað mér annað en fjölmargir hefðu getað hugsað sér göngu fyrir umhverfismál og vel hefði verið mætt í slíka göngu og því var algjör óþarfi að „stela“ deginum frá verkalýðsfélögunum. Getið þið ímyndað ykkur viðbrögðin ef svona stór hópur hefðir hengt sig aftan í og utan á t.d. Gay pride gönguna og klofið hana svo á leiðinni? Það hefði allt orðið vitlaust og með réttu, því þetta var hinn ömurlegasti gjörningum hjá grænum í dag og mér finnst afar slæmt að fólk sé með þessum móti neytt til að taka afstöðu annað hvort með launafólki eða umhverfismálum – er ekki æskilegra að fólk styðji bæði? Sem betur fer 1. Maí gangan stór og vel heppnuð og mikill fjöldi fólks hlustaði á tónlist og ræður  á Ingólfstorgi undir fánaborginnig og naut dagsins. Ég vona hins vegar að uppákoma eins og þessi endurtaki sig ekki!

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband