Alveg ný tilfinning! - Einstök upplifun!

Ég var aldrei þessu vant lengi, lengi á leiðinni heim í dag, reyndi að treina það eins og ég gat.

Fór reyndar úr vinnunni til tannlæknis en eftir að hafa sótt krakkana fórum við á Klapparstíginn í sumarklippinguna, ótrúlega krúttlegt að sjá þau þarna í sitthvorum stólnum :) svo voru náttúrulega verðlaun - ís á planinu hjá Aktu Taktu - allt of kalt til að borða hann úti, og svo loksins loksins komum við heim.

Ég er ekki frá því að ég hafi verið með örlítinn hjartslátt þegar ég opnaði útidyrahurðina ! Það var þó ekki þannig að ég ætti von á fáklæddum eiginmanninum. Ég er nefnilega orðin grasekkja sjáiði til, enn og aftur :(  -- ( ótrúlegt hvað mér helst annars alltaf illa á eiginmanninum finnst ykkur ekki? jæja nema hvað eftir að hafa opnað hurðina með lokuð augum dró ég djúpt að mér andann, og jú ..... það var rétt!

Á heimilinu mínu var angandi Ajaxlykt !!! - Ég stég varlega inn og grandskoðaði hvert herbergi - þetta var unaðslegt, algjör draumur, allt staðar var hreint!! Ég held ég hafi bara ekki upplifað aðra eins tilfinningu - þarna var hún frelsunin - frelsistilfinning  - tilfinningin um hreinleika - Vespre hvað! Íbúðin mín hafði verið þrifin hátt og lágt meðan ég var í vinnunni, það hafði nefnilega komið KONA og þrifið fyrir mig. Þvílíkur unaður - ég skildi eftir lykla og peninga í morgun og kraftaverkið gerðist!!!  Íbúðin var hrein án þess að ég hafði svo mikið sem lyft tusku. Ég hafði loksins eignast það sem allar konur dreymir um - eiginkonu! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja ég ætla að reyna að skrifa hér inn en ég gerði það við síðustu færslu en fékk hana ekki birta. Fer þetta forrrit í manngreinaálit eða hvað???

Til lukku annars með nýju konuna - vona að enginn verði abbó og allir lifi í lukkunarvelstandi.

Bjarney Ingibjörg (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband