Krónan veiktist í dag!!! - stórbrotin fyrirsögn í viðskiptafréttum mbl.
Svei mér þá, ég var sjálf einmitt frekar lufsuleg í dag líka !!
Hvernig er það annars með fyrirsagnir í fréttum. Finnst engum nema mér þessi eitthvað skríti?
Ég viðurkenni að hún er ekki eins slæm eins og ,,maðurinnn sem festist í niðurfallinu ..." en svona næstum því. Krónan veiktist ... Getur krónan orðið veik? Með hita og niðurgang kannski?
Á maður (eða kona) ekki að tala um stöðu krónunnar eða eitthvað því um líkt? Nú er ég enginn íslenskusérfræðingur en mér finnst þetta ekki hljóma rétt:
Kannski vegna þess að ég sá nefnilega næstum sömu fyrirsögn í tölvupósti í vinnunni minni í dag, ,,Sólveig veiktist og fór heim"! ... sem var alveg rétt, mér leið bara alls ekki vel !
![]() |
Krónan veiktist í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 25.6.2007 | 21:56 (breytt kl. 21:56) | Facebook
Bloggvinir
Maí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 553
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sá eina enn skemmtilegri fyrirsögn í Mogganum í dag; "Hraðakstur þrátt fyrir blæðingar"... !? Bíddu, má maður nú ekki keyra lengur á túr? Er búið að sanna að maður aki hraðar á túr?? Nei.. malbikið var sko farið á túr í hitanum!! Hafði ekki hugmynd um að malbik væri kvenkyns! Bið hana frú Malbik hjartanlega velkomna í blæðingaliðið :-)
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1278254
Þórný (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.