ung, eldri elst !

Suma daga er maður bara meira miðaldra en aðra ... allir sem ég hitti í dag voru (og eru náttúrulega enn) fæddir 1980 !!!!!  Ég lenti á kjaftatörn við leigubílstjóra fyrir klukkan átta í morgun (ávani sem ég erfði eftir föður minn sem talaði alltaf við alla !) - og var í einhverju ofurhversdagslegu spjalli að vitna til einhvers úr æskunni, þ.e. æsku sem ég hélt að væri ca samhliða, nema hvað, leigubílstjórinn snéri sér sármóðgarðu við og sagði ,, jú kannski þegar þú varst ung, en þetta var ekki svona þegar ég var í skola ! ...  hann var náttúrulega fæddur greyið 1980 og ég var að vitna til einhvers sem gerðist um miðja síðustu öld ... !   

 

... held ég fari snemma í háttinn, (enda svo miðaldra!) á flug kl. 7 til Hafnar ... nei ekki Kaupmannahafnar því miður, heldur Hafnar í Hornafirði ! ... arrrg hvenær kemur þetta jólafrí eiginlega 

Sætir ormar á útleið :)

DSC02093


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband