Íslenskur femínismi og pólitískur rétttrúnaður

"... icelandic feminism baffles me, sometimes it seems like just being a man is
politically incorrect."

Ég heyrði þessa setningu í dag, frá ungum erlendum karlmanni hér í borg og get ekki annað en velt því fyrir mér hvort ég hafi ekki heyrt hana áður .... í einhverri mynd, og jafnvel líka á íslensku?

Verandi sú rétthugsandi femínisti og jafnaðarkona sem ég tel mig vera situr þessi setning í mér. Ég velti fyrir mér hvort þetta sé ekki skoðun fleiri manna ... þ.e. karlmanna. Ég hugsaði til óteljandi rökræðna við vini og kunningja, karlkyns um samskipti kynjanna, mismunandi skilningi og áherslum. Hvort sem rætt er um vændi, forræðismál eða stjórnmálaþátttöku kvenna. Flestir virðast þeir fara í vörn þegar rökin þrjóta og beita þá gjarnan fyrir sig fyrirslætti þar sem konur eru sakaðar um að hafa sett um sérreglur um sérmál (... lesist kvennamál!) 

Nú siðast má t.d. sjá þessi einkenni á viðbrögðum góðra og gildra jafnaðarmanna (eins og t.d Eiríks Bergmanns, góðkunningja míns!) á viðbrögðum femínsta við bullþættinum Silfri Egils. Í bloggi sínu fjargviðrast Eiríkur yfir því að konur séu nú bara að bulla og segist ekki skilja hvers vegna þær kvarti yfir fáum konum í þætti Egils þar þegar þær vilji svo ekki einu sinni koma þangað í viðtal! Hann virðist ekkert hafa sett sig inn í málið, sem er tiltölulega ólíkt honum, en þess í stað gusar hann upp í hneykslistón þessari sömu tilfinninu og viðmælandi minn í dag. Og fer allur í vörn yfir því að vera karl, er þetta tilfellið?

Hvað varðar umræðuna um Silfur Egils þá finnst mér að það hefði átt að vera öllum hugsandi konum og líka mönnum löngu ljóst að ekki nokkur maður (og þaðan af síður kona) með viti leggi leið sína í þann þátt sjálfviljug/ur! Einungis stjórnmálamenn í kosningaferð (lesist söluferð) þurfi að láta  sjá sig þar rétt á meðan söluferðinni stendur en fáir aðrir. Það ætti flestum að vera ljóst að þar er á á ferðinni er sérdeilis óvandaður þattur í fullyrðingastíl sem hefur engu að bæta við málefnalegar umræður heldur þvert á móti dreifir mykju yfir málefnin og gerir lítið úr vitsmunalegum skoðanaskiptum .... púff, held ég þurfi að róa mig aðeins niður. Verð að viðurkenna að ég verð stundum óþarflega æst og ofsafengin þegar ég hugsa um Silfrið ! ... Í hvert skipti sem ég reyni að ,,víkka út huga minn" eða endurskoða afstöðu mína og kíki á útsendingu þá gerist alltaf það sama, ... eftir fimm mínútur er ég farin að hrista höfuðið og stuttu síðar rýkur úr eyrunum á mér yfir bullinu sem þar á sér stað! ...

En hvað með það ... mér þætti gaman að vita hver upplifun annarra væri á þessari setningu! (sjá efst, ef þið eruð búin að gleyma því sem ég byrjaði á að tala um!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband