Latibær :)

fært af veigavefrari(12. julí 2007)

Uppáhaldsútvarpsstöðin mín er útvarp Latibær, 102,2 !
Í alvörunni, þegar krakkarnir eru í bílnum stillum við á hana. Allir syngja með og verða samstundis glaðir.
Þegar ég er ein í bílnum var ég alltaf vön að stilla á Bylgjuna og spila gömlu lögin mjög hátt og syngja með.
Núna hef ég bara áfram stillt á Latabæ og syng með :) Því jafnvel þó ég stilli yfir á Bylgjuna eða Rás 2 þá eru samt alltaf betri lög á Latabæ - öll á íslensku.
Svei mér ég held að þessi rás ætti að fá einhver menningarverðlaun. Ég þori að veðja að hvergi annars staðar er hægt að hlusta á ,,ég vildi ég væri orðinn lítil fluga", Halla og Ladda og sönginn um litlu Gunnu og litla Jón sama dag ! - og hvað eru þetta annað en menningarverðmæti? Ég bara spyr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband