Stórir dagar hjá ofurhetju

Það eru stórir dagar heima hjá mér núna. Stóri strákurinn á heimilinu hefur skyndilega breyst úr skítugum leikskólastrák í snyrtilegan skóladreng! - Á hverjum morgni arkar hann stoltur í skólann með risastóru Spidermantöskuna á bakinu, taskan sjálf náttúrulega algjör dýrgripur, en ekki síður súperman sundtaskan, batman sundskýlan, spiderman nestisboxið og brúsinn ....... finnst einhverjum of mikið af ofurhetjum hérna? Við skulum samt ekki gleyma ofurhetju yddaranum, blýöntunum og ... :)  en mér finnst samt strákurinn minn sjálfur vera mesta ofurhetjan, tekst á við algjörlega nýtt umhverfi með nýjum krökkum upp á hvern dag kátur og brosandi. Ekki mikið mál fyrir minn mann að flytjast á milli hverfa! Eignaðist vin á fyrsta skóladeginum, dásaman holla matinn í matsal skólans og á ekki til nægilega falleg orð til að lýsa kennaranum, skólastofunni, frístundaheimilinu að ég tali nú ekki um dans- og íþróttatímana. Stóri bróðirinn unglingurinn horfir bara á þann litla stóreygur ... váá. ,,Hvernig líst þér svo á að vera næstu fimmtán árin í skóla Jonni minn," spurði pabbinn. ,,Frábært, veiiiiiiiii!" svarði sá stutti. Unglingurinn hristi bara höfuðið, snéri sér að pabba sínum og spurði með öfund í röddinni,,... hvað er í gangi? Hvenær hætti skólinn eiginlega að vera svona skemmtilegur???"

Ég gat ekki svarað þessu frekar en pabbinn, en held það hafi kannski eitthvað að gera með viðhorf. Held við getum talið okkur trú um að allt sé leiðinlegt, ég tala nú ekki um ef markaðsetningin er þannig. Hvenær byrjar það? Er það ekki í kringum 9-10 ára aldurinn að þeim finnst töff að leiðast skólinn? Svo verður alltaf meira og meira töff að leiðast allt, grunnskólinn, vinnan, sérstaklega náttúrulega unglingavinnan, framhaldsskólinn en ég held það hætti þar. Man ekki eftir neinum í náminu í HÍ sem fannst töff að leiðast þar ... vonum það hætti þar. En okkur foreldranna bíður sem sé ærið verkefni, .... að vinna gegn töffheitunum og halda jákvæða viðhorfinu ... það er víst eins gott að trúa því út í hið óendanlega að lífið sé ljúft ! .... jú víst!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra hvað Jonni er ánægður með skólann og þetta er áhugaverð pæling að spá í hvenær þetta breytist hjá þeim kfökkunum þ.e. viðhorfið við skólanum. Ég er með einn stubb sem gekk sjálfala að mestu í sumar (fyrir utan skólagarða og fótbolta) og var mjög óhress með að fara aftur í skólann. - Þeir mældi upp hver í öðrum ömurlegheitin þegar maður spurði þá félagana hvernig þeim litist á að fara vakna snemma á morgnana aftur til að takast á við 6-bekk, já orðnir 11 ára. Svo var það í síðustu viku sem minn maður spratt upp fyrir kl. 7 og var lagður af stað hálf 8 - í skólann (fékk á tilfinnnguna að skólaleiðinn sé svolítið í nösunum og eins og kvef - leiðinlega smitandi) ... Þarf að fara að sjá þig!

Margrét (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 13:11

2 identicon

Blessuð,

hér er líka gleðin við völd eins og lesa má í færslu hjá mér. Og aðalmálið er að læra að lesa.......

 (verð að segja að þetta kommentakerfi hjá blog.is er ekki skemmtilegt. Ég þarf að samþykkja það á tölvupósti því það fer ekki sjálfkrafa inn. Iss.....lélegt )

Bjarney Ingibjörg (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband