.... málinu reddað!

Það hlýtur náttúrulega að teljast grundvallaratriði í ,,hreinsun" miðbæjarins að fjarlægja vínkælirinn í Vínbúðinni í Austurstræti!

Umræðan um fjölgun útigangsmanna og ógæfufólks hefur verið virk síðustu daga og vera þeirra á Austurvelli hefur verið mörgun til ama. Það er samt undarlegt tvíræðni í því að ræða um að fjarlægja drukkið útigangsfólk meðan hinn ,,almenni og viðurkenndi" borgari situr á kaffihúsunum í 2ja metra fjarlægð og sötrar sitt hvítvín og bjór. Sömu tvíræðni má auðvitað lesa út úr því að ríkið mokar inn peningum á sölu alkóhóls með annarri hendinni en bannar svo um leið til hægri og vinstri neyslu þess.

Ég er ekkert öðruvísi en aðrir borgarbúar með það að mér finnst gott að sötra kælt hvítvín á kaffihúsunum á Austurvelli og ég á líka mjög bágt með að þola það þegar drukkið fólk áreitir mig eða börnin mín á göngu okkar um miðbæinn. Samt get ég ekki annað en sagt að það er svolítið hlægileg aðgerð af hálfu borgarstjórans okkar að fara fram á að vínkælirinn verði fjarlægður, það fyllir eiginlega mælirinn í þessari hræsnisfullu umræðu. Heldur hann í alvöru að það verði til þess að minnka sókn ógæfufólks í áfenga drykki? Þekkir einhvern útigangsmann sem getur ekki drukkið volgan bjór ?????

Væri ekki nær að grípa til raunhæfra aðgerða til að hjálpa þessu fólki, athvarf, heimili, forvarnir, meðferðarúrræði o.s.frv. ættu frekar að vera það sem borgarstjórinn gripi til.

 


mbl.is Kælirinn fjarlægður úr vínbúðinni í Austurstræti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband