Dagur ad kveldi kominn i India

Atti hreint frabaeran dag, flaekist um allar sveitir i de lux utgafu af einhverri biltegund sem eg hef einungis sed i Audrey Heburn myndum. Skildist tho ad thetta vaeri alveg nyr bill >) Keyrdum til Thorapadi thar sem Vinir Indlands eru ad byggja heimili fyrir munadarlausa drengi. Yndislegur stadur, kyrr og fridsaell, godar mottokur og husid virtist vel a veg komid og sterkbyggt. Hitinn ekki nema um 35 i dag og vel tholanlegur.

Eg se miklar breytingar a Indlandi sidan eg var her sidast, alls stadar uppbygging og von og miklar vaentingar i tali folks, sem er gott fyrir framtid landsins.

Fekk yndislega heimsokn a hotelid i gaer, Suganyja Mary, styrktardottir min her, Don Prinkle sem styrktur er af Laufey, Francis Vijay styrktur af mommu og loks fyrsta styrktarbarnid okkar Vina Indlands, Murugan Egils sem tekid hefur nafnid hennar Gudridar Egils. Thau voru mjog skemmtileg, satu fyrst oskop feimin a stolbruninni og thordu varla ad snerta veitingarnar en fljotlega losnadi adeins um malbeinid og mer finnst ad eftir thessa eins og halfs tima heimsokn eg thekkja thau oll orlitid. Hlakka til ad koma aftur og fylgjast med theim.

Er annars i horkugir, nyt mig til botns i indverskum asa. Aetla samt ad haetta skrifum i bili og rolta mer heim a hotel adur en myrkrid skellur a.

Bestu kvedjur til allra ur hlyjunni i Chennai. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband