Svört sól

Það er sól í Reykjavík, sól og heitt reyndar en ég á samt einhvern veginn erfitt með að líta bjartsýn og glöð fram á veginn eins og ég er vön í sólskini.

Það er pólitíkin sem er að trufla mig. Ég hafði nefnilega í alvörunni, Í ALVÖRUNNI trúað því að við myndum loksins sjá konu í öruggu sæti forsætisráðherra eftir kosningar. Fólk segir að kannski geti allt gerst enn, en ég er ekki bjartsýn.  Ég er náttúrulega ekki bara að tala um einhverja konu heldur eiturklára og hæfa konu, hana Ingibjörgu Sólrúnu auðvitað, sem enginn getur neitað að er hæfasta forsætisráðherraefnið í dag. (Nema Gumma mági mínum mögulega). Ég skil ekki hvernig í ósköpunum það getur annars gerst árið 2007 að kona hafi ekki enn sest í þetta æðsta stjórnunarsæti landsins. Hvað er eiginlega á seyði? Sér enginn hversu rangt þetta er? Er öllum sama? Eigum við konur bara að sitja og horfa upp á enn eina jakkafatastjórnina enn? Andskoti er ég reið, alveg að springa - púff  og arrrgg! Eigum við bara að halda áfram að bíða þolinmóðar og vona......? Svona eins og við bíðum eftir launaleiðréttingunum sem ég ætla rétt að vona að gildi aftur í tímann. Það væri sanngjarnt finnst ykkur ekki? Að fá 16% launaleiðréttingu ca 40 ár aftur í tímann :)

En yfir í allt annað.

Ég óska forsetanum til hamingju með daginn í dag, ég vona hann sé orðinn frískur og hress og geti haldið upp á afmælisdaginn. Ég ætla að minnsta kosti að halda upp á þennan merkisdag en aðallega vegna þess að litli maðurinn í lífi mínu, þ.e. sonurinn er sex ára í dag - enginn smáræðis áfangi það. :)

 

p.s. Í morgun leit á mig ung kona og undrandi þegar hún heyrði aldur minn; gvöð, mikið óskaplega heldurðu þér vel!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! --- hvernig á ég að taka þessu? Ég tek það fram að ég var búin að smyrja á mig meikinu og varalitnum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælar, þetta gengur bara betur næst hjá ykkur, en til hamingju með stóra strákinn þinn

kv Hrabba og co

Hrabba (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband