Farið út af lóðinni! ... er það málið?

Það er ekki hægt annað en að benda á kaldhæðnina í því að um sama leyti og verið er að vísa rúmenskum harmonikkuleikurum úr landinu er dagur harmonikkunnar haldinn hátíðlegur í Dýrafirði.

Ég heyrði í dag af því að ein ástæða þess að rúmönskir harmonikkuleikarar hefðu verið sendir suður í flugi hefði verið sú að vegfarendur hefðu kvartað!!! Erum við nú ekki orðin ansi skinheilög þegar við þolum ekki ljúfa tóna nikkunnar í okkar annars gelda súpermarkaðsumhverfi? Ætli þetta hafi verið sama fólkið og ferðaðist til Spánar hérna um árið og kom heim með fyrstu vél af því að ,,maturinn var vondur, göturnar skítugar og enginn skildi íslensku!!!" 

 Einhverra hluta vegna skammast ég mín fyrir ríkidæmi mitt hér á Íslandi þessa dagana. Hvers vegna í ósköpunum þurfum við að víggirða okkur í reglum til að ,,passa dótið okkar"? - Eða eins og systir mín sagði svo skemmtilega áðan eftir að hafa hlustað á kvöldfréttirnar að viðbrögð landans minntu hana helst á úrilla nágrannann okkar þar sem við ólumst upp á Ísafirði þegar hann kallaði á eftir okkur .... fariði út af lóðinn, ég á hanai!!!!!

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

velkomin í bloggheima mín kæra. og þörf áminning.Minnir mig líka á efni sem ég keypti til að setja á sandkassabrúnina til að stugga við köttunum en á því stóð KEEP OUT OF MY GARDEN!!!!!

Syngibjörg (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband