Færsluflokkur: Bloggar

Að fallbeygja kýr!

Ég er orðin virkjanasinni - er nefnilega svo mikið hlynnt því að virkja fólk :)

 

Alþjóðahús, Alþýðusamband Íslands, Efling-stéttarfélag, SVÞ-samtök verslunar og þjónustu og VR hafa tekið höndum saman og látið gera barmmerki til að virkja íslenskukennara landsins gagnvart erlendu starfsfólki.

 

 ,,ég er að læra íslensku"

,,að fallbeygja kýr"

,,íslenska, það er málið!" 


mbl.is 300.000 íslenskukennarar virkjaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskur femínismi og pólitískur rétttrúnaður

"... icelandic feminism baffles me, sometimes it seems like just being a man is
politically incorrect."

Ég heyrði þessa setningu í dag, frá ungum erlendum karlmanni hér í borg og get ekki annað en velt því fyrir mér hvort ég hafi ekki heyrt hana áður .... í einhverri mynd, og jafnvel líka á íslensku?

Verandi sú rétthugsandi femínisti og jafnaðarkona sem ég tel mig vera situr þessi setning í mér. Ég velti fyrir mér hvort þetta sé ekki skoðun fleiri manna ... þ.e. karlmanna. Ég hugsaði til óteljandi rökræðna við vini og kunningja, karlkyns um samskipti kynjanna, mismunandi skilningi og áherslum. Hvort sem rætt er um vændi, forræðismál eða stjórnmálaþátttöku kvenna. Flestir virðast þeir fara í vörn þegar rökin þrjóta og beita þá gjarnan fyrir sig fyrirslætti þar sem konur eru sakaðar um að hafa sett um sérreglur um sérmál (... lesist kvennamál!) 

Nú siðast má t.d. sjá þessi einkenni á viðbrögðum góðra og gildra jafnaðarmanna (eins og t.d Eiríks Bergmanns, góðkunningja míns!) á viðbrögðum femínsta við bullþættinum Silfri Egils. Í bloggi sínu fjargviðrast Eiríkur yfir því að konur séu nú bara að bulla og segist ekki skilja hvers vegna þær kvarti yfir fáum konum í þætti Egils þar þegar þær vilji svo ekki einu sinni koma þangað í viðtal! Hann virðist ekkert hafa sett sig inn í málið, sem er tiltölulega ólíkt honum, en þess í stað gusar hann upp í hneykslistón þessari sömu tilfinninu og viðmælandi minn í dag. Og fer allur í vörn yfir því að vera karl, er þetta tilfellið?

Hvað varðar umræðuna um Silfur Egils þá finnst mér að það hefði átt að vera öllum hugsandi konum og líka mönnum löngu ljóst að ekki nokkur maður (og þaðan af síður kona) með viti leggi leið sína í þann þátt sjálfviljug/ur! Einungis stjórnmálamenn í kosningaferð (lesist söluferð) þurfi að láta  sjá sig þar rétt á meðan söluferðinni stendur en fáir aðrir. Það ætti flestum að vera ljóst að þar er á á ferðinni er sérdeilis óvandaður þattur í fullyrðingastíl sem hefur engu að bæta við málefnalegar umræður heldur þvert á móti dreifir mykju yfir málefnin og gerir lítið úr vitsmunalegum skoðanaskiptum .... púff, held ég þurfi að róa mig aðeins niður. Verð að viðurkenna að ég verð stundum óþarflega æst og ofsafengin þegar ég hugsa um Silfrið ! ... Í hvert skipti sem ég reyni að ,,víkka út huga minn" eða endurskoða afstöðu mína og kíki á útsendingu þá gerist alltaf það sama, ... eftir fimm mínútur er ég farin að hrista höfuðið og stuttu síðar rýkur úr eyrunum á mér yfir bullinu sem þar á sér stað! ...

En hvað með það ... mér þætti gaman að vita hver upplifun annarra væri á þessari setningu! (sjá efst, ef þið eruð búin að gleyma því sem ég byrjaði á að tala um!

 


Sex á sjötta áratugnum

Það er orðið langt um liðið síðan ég bloggaði síðast, ástæðuna má rekja held ég mest til vinnuálags undanfarið. Einhvern veginn hefur það farið svo að á kvöldin þegar ég opna tölvuna þá er það ekki mínar uppáhaldssíður sem ég opna heldur venjulega Power point forritið vegna einhverrar fræðslu sem liggur fyrir daginn eftir.

En nú sé ég fram á rólegri tíð, hún er reyndar ekki komin enn en eftir ca viku er orðið rólegt hjá mér, eða svona venjulegt að minnsta kosti :) en nú hætti ég þessu vinnuvæli, veit að þið sem lesið þetta eruð örugglega í nákvæmlega sömu sporum.

Það hefur margt á dagana drifið siðan ég skrifaði síðast, ég er búin að ferðast alveg helling, er það ekki einmitt svoleiðis fréttir sem maður skrifar í bloggið ? :) Ég var á Sauðárkróki í gær, Ísafirði í síðustu viku, svo fór ég á Ólafsvík, Vestmannaeyjum og Austfirðina alla um daginn :)  og í næstu viku fer ég líklega á Höfn í Hornafirði. Spennandi ekki satt? Jú jú alveg satt, ég var þarna með námskeið fyrir ýmsa aðila og hitti náttúrulega fullt af skemmtilegu fólki. Mest var þó gaman á Ísó, að hitta gamlar og góðar vinkonur, var svo heppin að þurfa að gista og þá var náttúrulega líka tækifæri til að opna eina rauða ... eða voru þær fleiri ?... stelpur munið þið þetta  ? :)

Hlakka mikið til að komast í jólafrí, ætla að hafa þetta eins og þegar maður var í skóla og fara í frí þann 17 des :) - verð náttúrulega eitthvað í Múltí Kúltí að skemmta mér í búðarleik og svo bara að danglast með krökkunum, lofa þvi hér og nú að ég þríf ekki eldhússkápana - promise!""""! Þið sem þekkið mig vitið náttúrulega að þetta verður mér erfitt að standa við en ég mun beita hinum mikla viljastyrk mínum til að standa við þetta. 

 Annars var tilefnið fyrir skrifunum helst það að ég rak augun í kostulega setningu á mbl.is áða, hún var svona ... 

Ég var að lesa frétt á mbl.is og sá þar þessa setningu í lítilli frétt um bókmenntaviðurkenningu ,, ... Sigurvegarinn hefur fengið í verðlaun abstrakt styttu af fólki að eiga mök á sjötta áratugnum ...!

Hvað var svona einkennandi fyrir mök á sjötta áratugnum ? Nú er ég svo ung að ég man þetta ekki, en þið sem eldri og vitrari eruð megið gjarnan segja mér :)

 


Til hamingju konur!

Bryndís Hlöðvers & Sigrún Elsa :) allt í sama pakka - nú eru jól!

Það er ekkert meira að segja um nýjustu fréttir af Orkveitumálum!

Nú er ég glöð - til hamingju konur og til hamingju Reykvíkingar.


mbl.is Bryndís Hlöðversdóttir nýr stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Latibær :)

fært af veigavefrari(12. julí 2007)

Uppáhaldsútvarpsstöðin mín er útvarp Latibær, 102,2 !
Í alvörunni, þegar krakkarnir eru í bílnum stillum við á hana. Allir syngja með og verða samstundis glaðir.
Þegar ég er ein í bílnum var ég alltaf vön að stilla á Bylgjuna og spila gömlu lögin mjög hátt og syngja með.
Núna hef ég bara áfram stillt á Latabæ og syng með :) Því jafnvel þó ég stilli yfir á Bylgjuna eða Rás 2 þá eru samt alltaf betri lög á Latabæ - öll á íslensku.
Svei mér ég held að þessi rás ætti að fá einhver menningarverðlaun. Ég þori að veðja að hvergi annars staðar er hægt að hlusta á ,,ég vildi ég væri orðinn lítil fluga", Halla og Ladda og sönginn um litlu Gunnu og litla Jón sama dag ! - og hvað eru þetta annað en menningarverðmæti? Ég bara spyr.


Ammmmmæli :)

Fært af veigavefari (10 júlí 2006)

Ég átti afmæli í gær. Mér finnst afmælisdagar bestu dagar í heimi, líka núna þegar ég er langt skriðin á fimmtugsaldurinn eins og ein af mínum ástkæru systrum sagði svo fallega :)
Gærdagurinn stóð undir væntingum - hann var besti dagur í heimi - meira að segja sólin lét sjá þig, hvað er hægt að biðja um meira?

Ormurinn minn vaknaði svo ekki fyrr en rétt rúmlega klukkan sjö í morgun. Fnnst eins og ég hafi sofið út, jafnvel sofið yfir mig.

Las einhvern tímann vinnutímatilskipun ESP spjaldanna á milli, skil ekki af hverju þar er ekkert um heimilisverkin. Klausan gæti hljómað eitthvað á þessa leið:
,,Mæður, feður og aðrir forráðamenn heimili og barna skulu fá samfelldan átta tíma svefn að lágmarki einu sinni á sólarhring. Þegar um frávik er að ræða frá þessari reglu skal bæta mæðrum, feðrum og forráðamönnum það upp með klukkustundar lúr eins fljótt og kostur er."


Velkomin í vefheiminn minn

Þeir sem þekkja mig munu eflaust undrast tilvist þessarar síðu. Hvað get ég sagt? Maður litast af umhverfi sínu. Ég er til dæmis löngu hætt að hringa í ákveðnar vinkonur án þess að tékka á því á heimasíðunni þeirra hvernig standi á, hvort þær eru í Tælandi eða með börnunum á leiklistarnámskeiði!
Meðan ég sat við vinnu mína í morgun, sem nær lítið út fyrir heimilið, þessar vikurnar datt mér eftirfarandi kenning í hug. Sá eða sú sem á eigin vefsíðu - lifir spennandi lífi!
Það er nefnilega oftast þannig að á heimasíðunum má lesa um ferðalög viðkomandi vefara til fjarlægra landa eða sérlega innihaldsríkt fjölskyldulíf, innblásið að sænskri fyrirmynd.
Ég ákvað að gera tilraun og snúa kenningunni á hvolf og segja sem svo að sá eða sú sem á heimasíðu - hann eða hún lifir spennandi lífi.
Og nú hef ég sem sagt opnað heimasíðu svo við skulum bara bíða og sjá ! :)

sumarkveðjur
Veiga vefari

 

fært af veigavefari (7. júlí 2006) 


Stórir dagar hjá ofurhetju

Það eru stórir dagar heima hjá mér núna. Stóri strákurinn á heimilinu hefur skyndilega breyst úr skítugum leikskólastrák í snyrtilegan skóladreng! - Á hverjum morgni arkar hann stoltur í skólann með risastóru Spidermantöskuna á bakinu, taskan sjálf náttúrulega algjör dýrgripur, en ekki síður súperman sundtaskan, batman sundskýlan, spiderman nestisboxið og brúsinn ....... finnst einhverjum of mikið af ofurhetjum hérna? Við skulum samt ekki gleyma ofurhetju yddaranum, blýöntunum og ... :)  en mér finnst samt strákurinn minn sjálfur vera mesta ofurhetjan, tekst á við algjörlega nýtt umhverfi með nýjum krökkum upp á hvern dag kátur og brosandi. Ekki mikið mál fyrir minn mann að flytjast á milli hverfa! Eignaðist vin á fyrsta skóladeginum, dásaman holla matinn í matsal skólans og á ekki til nægilega falleg orð til að lýsa kennaranum, skólastofunni, frístundaheimilinu að ég tali nú ekki um dans- og íþróttatímana. Stóri bróðirinn unglingurinn horfir bara á þann litla stóreygur ... váá. ,,Hvernig líst þér svo á að vera næstu fimmtán árin í skóla Jonni minn," spurði pabbinn. ,,Frábært, veiiiiiiiii!" svarði sá stutti. Unglingurinn hristi bara höfuðið, snéri sér að pabba sínum og spurði með öfund í röddinni,,... hvað er í gangi? Hvenær hætti skólinn eiginlega að vera svona skemmtilegur???"

Ég gat ekki svarað þessu frekar en pabbinn, en held það hafi kannski eitthvað að gera með viðhorf. Held við getum talið okkur trú um að allt sé leiðinlegt, ég tala nú ekki um ef markaðsetningin er þannig. Hvenær byrjar það? Er það ekki í kringum 9-10 ára aldurinn að þeim finnst töff að leiðast skólinn? Svo verður alltaf meira og meira töff að leiðast allt, grunnskólinn, vinnan, sérstaklega náttúrulega unglingavinnan, framhaldsskólinn en ég held það hætti þar. Man ekki eftir neinum í náminu í HÍ sem fannst töff að leiðast þar ... vonum það hætti þar. En okkur foreldranna bíður sem sé ærið verkefni, .... að vinna gegn töffheitunum og halda jákvæða viðhorfinu ... það er víst eins gott að trúa því út í hið óendanlega að lífið sé ljúft ! .... jú víst!


.... málinu reddað!

Það hlýtur náttúrulega að teljast grundvallaratriði í ,,hreinsun" miðbæjarins að fjarlægja vínkælirinn í Vínbúðinni í Austurstræti!

Umræðan um fjölgun útigangsmanna og ógæfufólks hefur verið virk síðustu daga og vera þeirra á Austurvelli hefur verið mörgun til ama. Það er samt undarlegt tvíræðni í því að ræða um að fjarlægja drukkið útigangsfólk meðan hinn ,,almenni og viðurkenndi" borgari situr á kaffihúsunum í 2ja metra fjarlægð og sötrar sitt hvítvín og bjór. Sömu tvíræðni má auðvitað lesa út úr því að ríkið mokar inn peningum á sölu alkóhóls með annarri hendinni en bannar svo um leið til hægri og vinstri neyslu þess.

Ég er ekkert öðruvísi en aðrir borgarbúar með það að mér finnst gott að sötra kælt hvítvín á kaffihúsunum á Austurvelli og ég á líka mjög bágt með að þola það þegar drukkið fólk áreitir mig eða börnin mín á göngu okkar um miðbæinn. Samt get ég ekki annað en sagt að það er svolítið hlægileg aðgerð af hálfu borgarstjórans okkar að fara fram á að vínkælirinn verði fjarlægður, það fyllir eiginlega mælirinn í þessari hræsnisfullu umræðu. Heldur hann í alvöru að það verði til þess að minnka sókn ógæfufólks í áfenga drykki? Þekkir einhvern útigangsmann sem getur ekki drukkið volgan bjór ?????

Væri ekki nær að grípa til raunhæfra aðgerða til að hjálpa þessu fólki, athvarf, heimili, forvarnir, meðferðarúrræði o.s.frv. ættu frekar að vera það sem borgarstjórinn gripi til.

 


mbl.is Kælirinn fjarlægður úr vínbúðinni í Austurstræti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ammæli

.. ammæli - skrítinn afmælisdagur, en skánaði þegar á leið :)

 

... einu ári nær því að vera 27 ára stúdent Sideways


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband