Af ökukennurum og leigubílstjórum

Alveg passlegt að blogga þetta einu sinni í mánuði og segja þá bara sögur af öðrum, ætli það sé ekki óhætt ? Verð að spyrja Egil!

Nema hvað. Um hádegisbilið í dag þurfti ég að taka leigubíl á fund út í Háskóla, ég fór upp í bílinn í hlíðunum og þegar við vorum að bruna eftir Miklubrautinni sagði leigubílstjórir sí svona upp úr þurru, niðursokkinn í aksturinn ... svona svona litla asíska kona farðu nú frá !" Ég brosti út í annað við að heyra þessa athugasemd sem var sögð í sérlega mjúkum tóni, og við það fannst manninum hann greinilega að útskýra fyrir mér málið. Þannig var nefnilega mál með vexti sagði hann mér í trúnaði að hann þekkti vel ökukennara sem hann keyrði oft og sá hafði sagt honum að Asíubúar þyrftu að meðaltali 200 ökutíma á meðan við hér á Íslandi þyrftu þetta 10-20. Þannig væri nefnilega að heilinn í þeim væri eitthvað öðruvísi ! ... ég verð að viðurkenna að ég gjörsamlega missti andlitið og fyrst hélt ég að maðurinn væri að reyna að segja brandara ... en nei svo var ekki ! Ég hef nú heyrt ýmislegt í starfi mínu fyrir Alþjóðahús en svei mér þá ... ekkert eins fáránlega einfeldningslegt eins og þetta. ... mín viðbrögð ? Nú ég spurði auðvitað manninn hvort hann tryði öðru eins andsk... bulli og þessu ? neiiiiiii, viðurkenndi hann, eins og hann væri samt ekki alveg viss. Svo sagði ég honum frá því hvað ég ynni við ... að ég starfaði við fordómafræðslu fyrir Ahús og spyrði hann hvort ég mætti ekki nota dæmið í kennslu einhvern daginn ... það væri bara einhvern veginn svo borðleggjandi !
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband